Valskonur eru aftur komnar í efsta sætið.RÚV / Mummi Lú Valur endurheimti toppsætið í efstu deild kvenna í handbolta. Liðið vann norðankonur í Þór/KA með fimmtán mörku, 31-16. Leikurinn var jafn fyrst um sinn en um miðjan fyrri hálfleik stungu Valskonur af og munurinn var sjö mörk í hálfleik, 15-8. Sigurinn var í raun aldrei í hættu og að lokum vannst öruggur fimmtán marka sigur á Hlíðarenda. Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir fór fyrir Valskonum með sex mörk og Lovísa Thomspon fylgdi þar á eftir með fimm mörk. Þór/KA er í 6. sæti deildarinn eftir leikinn.