Callum Hudson-Odoi, leikmaður Nottingham Forest, hundeltur af varnarmönnum Arsenal.IMAGO Arsenal og Nottingham Forest gerðu markalaust jafntefl í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta rétt í þessu. Arsenal hefði með sigri getað náð níu stiga forskoti á Manchester City í titilbaráttunni, en City tapaði gegn United fyrr í dag. Hætta skapaðist við mark Forest í nokkur skipti en markvörðurinn Matz Sels varði vel í tvígang. Nú er Arsenal með sjö stiga forskot á City og Aston Villa, en Villa leikur gegn Everton á morgun. Arsenal er með 50 stig og City og Villa, sem eru í 2. og 3. sæti, með 43 stig.