„Mér líður mjög vel með þetta,“ sagði Andri Már Rúnarsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is. Andri lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær, skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði sínum fyrsta sigri er Ísland vann 13 marka sigur á Ítalíu.