Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði
Karólína Helga Símonardóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í dag og mun því leiða flokkinn í sveitarfélaginu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún hafði betur gegn Jóni Inga Hákonarsyni, sem hefur leitt listann síðustu átta ár.