Sama hver er maður leiksins

Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti leikmaður Íslands í leiknum við Ítalíu í fyrsta leik íslenska liðsins á EM. Gísli skoraði sjálfur sjö mörk, lagði upp helling á liðsfélaga sína og átti góð augnablik í vörninni sömuleiðis.