Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjar­setu: „Það besta í stöðunni“

Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er spenntur fyrir komandi tímum í Þýskalandi þar sem að hann hefur samið við lið Hannover. Hann sætti sig ekki við bekkjarsetu á Englandi og er spenntur fyrir öðruvísi hlutverki í Þýskalandi sem hann kannast þó einnig vel við.