Í dag leikur Ísland sinn annan leik á EM karla í handbolta. Pólland er andstæðingur dagsins og hefst leikurinn klukkan fimm í dag. Með sigri er Ísland komið áfram í milliriðil. Pólverjar máttu þola átta marka tap gegn Ungverjum í fyrsta leik, 29-21. Liðið er komið með bakið upp við vegg og verður að vinna Ísland ætli liðið sér áfram í milliriðil. Pólverjar verða án Wiktor Jankowski sem fékk tveggja leikja bann vegna rauðs spjalds í leiknum gegn Ungverjum. Liðið fékk gælunafnið gladiatorzy eða skylmingaþrælarnir fyrir afar harða framgöngu á vellinum í upphafi aldar. Stofan hitar upp fyrir leikinn sem verður í beinni útsendingu á RÚV. 16:20 Stofan (RÚV) 17:00 Ísland - Ítalía (RÚV) Við hitum einnig upp fyrir leikinn hér á vefnum og verðum með fréttavakt fram yfir leikinn þar sem fylgst verður með gangi mála og öllu í kringum leikinn gerð góð skil. Fréttavaktin fer í loftið klukkan 12:00. Færeyjaleikurinn sýndur á sama tíma Við sýnum leik Færeyja gegn Svartfjallalandi á RÚV 2, á sama tíma og leikur Íslands. Að lokum verður hinn leikurinn í F-riðli, riðli Íslands, sýndur klukkan 19:30 á RÚV2. 17:00 Svartfjallaland - Færeyjar (RÚV 2) 19:30 Ítalía - Ungverjaland (RÚV 2)