Gripið til öryggisráðstafana og sérþjálfunar

Gripið hefur verið til ýmissa öryggisráðstafana á meðferðarheimilinu Stuðlum síðustu mánuði, meðal annars til að koma í veg fyrir að börn gangi þar inn og út að vild og til að draga úr flæði fíkniefna inn á heimilið.