Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“

Staða Hauks Þrastarsonar í íslenska landsliðinu var til umræðu í hlaðvarpinu Besta sætinu eftir sigur Íslands á Ítalíu í gær. Sérfræðingar þáttarins segja Ísland ekki hafa efni á því að hafa Hauk ekki í stuði ætli liðið sér langt á mótinu.