Dönsku handboltamennirnir fyrrverandi Kasper Hvidt og Claus Möller Jakobsen skutu föstum skotum að Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, eftir tap liðsins gegn Serbíu í A-riðli Evrópumótsins í Herning í Danmörku í gær.