Áfall fyrir foreldra: Ungbarnaleikskólinn Ársól hættir starfsemi í sumar

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að segja upp leigusamningi við ungbarnaleikskólann Ársól. Þetta upplýsir Áslaug Björnsdóttir, foreldri barns á leikskólanum, í samtali við DV. Leikskólinn hefur verið rekinn inni í Húsaskóla síðastliðna mánuði vegna skemmda á leiguhúsnæði sem skólinn leigði af Reykjavíkurborg. Hefur leikskólinn veirð rekinn í 18 ár og ávallt verið í leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. Lesa meira