Viktor Gísli Hallgrímsson var ekki sáttur við eigin frammistöðu í leik Íslands og Ítalíu á EM í handbolta á föstudaginn var. Hann vonast eftir betri frammistöðu gegn Póllandi í dag en Pólland spilar hefðbundnari handbolta en Ítalía.