Börn útvistuð til glæpa á netinu

Við sem ólumst upp áður en internetið og hinn stafræni heimur komu til sögunnar getum borið saman tímana tvenna. Tilkoma þessarar tækni hefur leitt til margra nýunga og kannski meiri samfélagsbreytinga en við áttum okkur á.