Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“

Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu.