Þjóð­verjar snúa heim frá Græn­landi

Eftir aðeins tvo daga á heræfingu Grænlandi snúa þýskir hermenn aftur heim, en þeir millilentu á Íslandi síðdegis í dag. Talsmaður þýska hersins segir að hermennirnir hafi klárað könnunarferð sína. Fulltrúar íslensku landhelgisgæslunnar verða um kyrrt í Grænlandi í bili, að sögn gæslunnar.