Helga Margrét Höskuldsdóttir spyr sérfræðinga Stofunnar, Loga Geirsson, Kára Kristján Kristjánsson og Ólaf Stefánsson, spjörunum úr. Sérfræðingarnir fóru yfir prófsteininn sem fram undan er þegar Ísland mætir Ungverjum á þriðjudag. Þá fóru þeir yfir mál þýska landsliðsins því Alfreð og Þjóðverjar standa nú upp við vegg. Sérfræðingarnir í Stofunni gerðu upp leik Íslands við Pólland og horfðu fram á veginn á viðureign okkar við Ungverja á þriðjudag. Þá var farið yfir hremmingar Alfreðs Gíslasonar og Þýskalands.