Gervigreind og netöryggi

Þriðja árið í röð er það gervigreindin sem tekur mest pláss í tæknispá ársins. Þetta er ekki að ástæðulausu. Gervigreind er að breyta heiminum meira og hraðar en nokkur tækninýjung hefur gert áratugum saman. En vendingar í alþjóðamálum setja líka sitt mark á spána að þessu sinni. Á sviði netöryggis, stafræns fullveldis og gagnaverndar eru krefjandi úrlausnarefni sem munu kalla...