Hlaut mölbrot á úlnlið í hrottalegri árás fyrir utan Apótekið

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn vegna árásar á aðra tvo menn fyrir utan veitingastaðinn Apotek, Austurstræti 16, laugardaginn 20. apríl árið 2024. Þeim er gefið að sök að hafa veist í sameiningu að manni þar sem annar hrinti honum í götuna, settist ofan á hann og sló hann ítrekað víða um líkamann með krepptum hnefa. Lesa meira