Yfir­maður Jóns Dags í stríði við lög­reglu

Mikil slagsmál brutust út milli lögreglunnar í Þýskalandi og stuðningsmanna Hertha Berlin, liðsins sem landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson spilar með, þegar liðið tók á móti toppliðinu Schalke í þýsku B-deildinni um helgina. Forseti Hertha Berlin skilur hlið stuðningsmannanna vel, enda var hann sjálfur einn af þeim.