MH, FSu, FVA og ME áfram í átta liða úrslit Gettu betur

Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust í dag. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi. Miðvikudaginn 21. janúar kemur í ljós hvaða fjórir skólar til viðbótar tryggja sér sæti í sjónvarpskeppninni. Þegar öllum viðureignum er lokið á miðvikudaginn verður dregið um það hvaða skólar mætast í átta liða úrslitum. Þetta eru þeir skólar sem mætast á miðvikudaginn: Menntaskólinn að Laugarvatni - Menntaskólinn við Sund Borgarholtsskóli - Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra Verzlunarskóli Íslands - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Menntaskólinn í Reykjavík - Kvennaskólinn í Reykjavík Keppnir kvöldsins má nálgast í spilaranum hér að neðan. Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði Menntaskólann á Akureyri 34-15. MH - MA https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfnce Fjölbrautaskóli Suðurlands sigraði Menntaskólann í Kópavogi 28-15. FSu - MK https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfncg Fjölbrautaskóli Vesturlands sigraði Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu 11-8. FVA - FAS https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfncg Menntaskólinn á Egilsstöðum sigraði Fjölbrautaskólann við Ármúla 23-14. FVA - FAS https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur-2026-undankeppnir/38744/bhfncg