Niceair 2.0 hættir við jómfrúarferðina

Í dag fengu farþegar sem áttu bókað flug með fyrirhugaðri jómfrúarferð Niceair 2.0 tölvupóst þess efnis að ekki yrði af fluginu. Akureyri.net greinir frá þessu. Þar segir að í póstinum hafi verið gefið í skyn að árar hafi ekki verið lagðar í bát. Flugið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar sé enn á dagskrá en í ljós hafi komið að frekari undirbúnings væri þörf. Fréttin verður uppfærð.