Sýna Íslendingum nýjan heim

Nýir eigendur hafa tekið yfir rekstur Ferðasýnar en ferðaskrifstofan sérhæfir sig nú í sérsniðnum ferðum til Keníu. Eigendur segja að ferðavilji Íslendinga hafi aukist til muna og að fleiri séu farnir að treysta sér til að ferðast til fjarlægari landa.