Drykkurinn er ferskur, klassískur Gimlet en notkun olíu í hann gefur honum sérstakt bragð og áferð. Kaldpressuð jómfrúarolía hefur alveg einstakt bragð sem við erum ekki vön að nota yfir sætan mat eða drykki eins og Gimlet og því kemur drykkurinn skemmtilega á óvart.