Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum

Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Virtus úti í San Marínó. Blikar gætu hafa tryggt sér að minnsta kosti hálfan milljarð í kassann með þessum árangri en þeir unnu einvígið samanlagt 5-2.