Upp­gjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti

Víkingskonur eru komnar upp í efri hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að þær sóttu þrjú stig á Krókinn í kvöld. Víkingur vann 5-1 stórsigur á Tindastól og hefur nú unnið tvo leiki í röð og þrjá af síðustu fimm.