Norski fjarskiptarisinn Telenor á í vök að verjast vegna meintra persónunjósna sinna í Mjanmar þar sem fyrirtækinu er brigslað um að hafa kerfisbundið fylgst með andófsfólki sem herforingjastjórnin svo hundelti og tók af lífi.