Það er að byrja al­var­legur far­aldur sem við þurfum að stoppa strax í dag

Ég er orðinn þreyttur á að missa fólk sem mér þykir vænt um. Seint árið 2022 og fram á 2023 kom ég að tilraun vinar. Mánuði síðar keyrði náinn samstarfsmaður út í sjó. Tveimur mánuðum eftir það missti ég annan vin vegna neyslu. Eitthvað brast. Kerfið greip mig ekki.