Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil
Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma.