Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi

Heitavatnslögn sem þjónar Grafarvogi bilaði í nótt. Því er heitavatnslaust í öllu hverfinu. Unnið er að viðgerð en óvíst er hvenær heitt vatn byrjar að streyma um Grafarvog á ný. Veitur benda fólki á að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysum og tjóni þegar vatnið kemst á aftur. Einnig þurfa húseigendur að huga að innanhússkerfum. Grafarvogur.RÚV / Ragnar Visage