Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma.