Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun setja sýninguna Gullkistan Vestfirðir laugardaginn 6. september á Ísafirði með ávarpi. Að ávarpi loknu mun forsetinn ganga um salinn og heilsa upp á sýnendur og gesti. Sýningin opnar klukkan 12 og eru Vestfirðingar hvattir til að fjölmenna í íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði til að sjá þessa stórsýningu atvinnulífs og menningar. […]