Á 30 hröðustu tímana frá upphafi

Núgildandi heimsmet Warholm er 45,94 sek. en þar fyrir utan á hann 29 hröðustu tíma sögunnar í greininni þar á eftir. Evrópska frjálsíþróttasambandið birti yfirlit um þetta eins og sjá má hér fyrir neðan. Norski hlauparinn Karsten Warholm sýndi enn og aftur snilli sína í gærkvöld þegar hann sigraði í 400 m grindahlaupi á Demantamóti í Zürich í Sviss. Hann hlóp á nýju mótsmeti, 46,70 sek. og á fyrir vikið 30 hröðustu tímana í heiminum í greininni. Með sigrinum í gær tryggði Warholm sér líka gullið í 400 m grindahlaupi á Demantamótaröðinni í ár. Hann varð ólympíumeistari í Tókýó árið 2021 en varð að sætta sig við silfrið í París í fyrra. Þá á hann þrenn gull frá EM, þrenn frá HM og getur bætt því fjórða við á HM í Tókýó í september. RÚV mun sýna beint frá HM í frjálsíþróttum í 13. - 21. september. Þrír Íslendingar verða þar meðal þátttakenda, Sindri Hrafn Guðmundsson (spjótkast), Erna Sóley Gunnarsdóttir (kúluvarp) og Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir (sleggjukast).