Lögðu hald á snák eftir al­var­lega líkams­á­rás

Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi.