Stjórn Veiðifélags Víðidalsár skorar á stjórnvöld að beita sér meira vegna strokulaxa. Bændur í Víðidal telja ótækt að þeir þurfi að verja tilverurétt sinn og auðlind gegn norskum iðnrisum og vilja að gjörvallt Alþingi beiti sér.