Sandra María Jessen landsliðskona í fótbolta spilar ekki meira með Þór/KA í Bestu deildinni í fótbolta í ár. Hún er nefnilega gengin í raðir þýska liðsins FC Köln. Þetta verður í annað sinn sem hún spilar með þýsku félagsliði því hún spilaði með Bayer Leverkusen á árunum 2016 til 2021 en var reyndar hluta þess tíma á láni hjá Slavia Prag í Tékklandi. Sandra María er næstmarkahæst í Bestu deildinni nú þegar vel er liðið á Íslandsmótið. Hún er búin að skora tíu mörk. Þá var hún byrjunarliðskona í íslenska landsliðinu á EM í sumar. Samtals hefur Sandra spilað 57 landsleiki og skorað í þeim sjö mörk. Sandra María Jessen.RÚV / Mummi Lú