Hægt að stíga afgerandi skref á næstu 12 mánuðum

Vinna við hagræðingar- og umbótaverkefni er komin á fullt skrið í ráðuneytum eftir víðtækt samráð við almenning og stjórnsýslu í byrjun árs. Yfir helmingur tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar skilaði af sér í mars er í innleiðingu eða skoðun í einhverri mynd hjá ráðuneytunum.