Fram fékk undanþágu og samdi við markvörð

Kvennalið Fram í knattspyrnu hefur samið við bandaríska markvörðinn Ashley Orkus um að leika með liðinu út tímabilið. Fram semur við Orkus þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn hér á landi sé lokaður.