Spá meiri verðbólgu á næstunni

Seðlabankinn gerir ráð fyrir meiri verðbólgu á næstu misserum en í fyrri spá bankans. Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion segir það hafa verið viðbúið að verðbólguspá Seðlabankans yrði færð upp á við, þar sem verðbólgan reyndist þrálátari í sumar en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir.