Íslenska vörnin þarf að vera þéttari

„Klárlega þarf liðið að vera betra varnarlega frá fyrstu mínútu. Við vorum að leka alltof mikið af stigum á okkur í báðum hálfleikjum við Ísrael,“ segir Finnur Freyr meðal annars. Helgi Már Magnússon er á því að það sé alveg hægt að lifa með því að fá á sig margar þriggja stiga körfur ef menn standa vörnina betur inn í teig og verjist betur sniðskotum og boltanum undir körfunni. Það hefði hins vegar ekki gengið á móti Ísrael. Sjá má umræðurnar í Framlengingunni sem er aðgengileg hér fyrir ofan.