Absúrd-kómíska leiksýningin 40.000 fet gerist um borð í flugvél og er þróuð út frá frásögnum kvenna úr flugbransanum og upplifunum íslenskra kvenna. Sýningin tekst á við þung málefni á borð við kynjamisrétti og eitraða karlmennsku með gríni og absúrd húmor.