Stefán ekki reynt að fegra hlut sinn

Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburns, gerir þær kröfur að Stefán verði sýknaður af ákæru um manndráp. Hann hefði greint ítarlega frá sinni þátttöku í málinu fyrir dómi og ekki fegrað hlut sinn. Ofbeldið sem hann beitti brotaþola hafi ekki leitt til dauða hans.