Grunnskóli Ísafjarðar: fjarvist nemenda á unglingastigi að jafnaði 24 dagar á síðasta skólaári

Miklar fjarvistir nemenda voru á unglingastigi í Grunnskóla Ísafjarðar á síðasta skólaári samkvæmt yfirliti sem lagt var fram í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar. Samantekt yfir 8. – 10. bekk sýnir að nemendur unglingastigs GÍ voru fjarverandi samtals 3056 daga skólaárið 2024-2025. Sem þýðir að hver nemandi hafi verið fjarverandi rúmlega 24 daga á skólaárinu. […]