Blackburn Rovers ætlar að reyna að fá Andra Lucas Guðjohnsen framherja Gent í Belgíu áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. Andri má fara frá Gent en fjöldi félaga hefur sýnt því áhuga að kaupa hann. Andri var keyptur til Gent síðasta sumar frá Lyngby og gerði fína hluti á sínu fyrsta tímabili í belgíska boltanum. Lesa meira