Ísraelsher segist hafa endurheimt líkamsleifar tveggja gísla frá Gaza

Ísraelsher segist hafa endurheimt líkamsleifar tveggja gísla frá Gaza. Í tilkynningu hersins segir að herinn hafi endurheimt líkamsleifar Ilan Weiss og annars gísls, sem var ekki nafngreindur, í sérstakri hernaðaraðgerð á Gaza. Weiss var drepinn 7. október 2023 og eiginkonu hans og dóttur var rænt af Hamas-samtökunum. Þeim var sleppt í nóvember sama ár. Benjamín Netanjahú segir í yfirlýsingu að herferðin til að endurheimta alla gíslana sé enn í gangi. Hvorki stjórnvöld né herinn uni sér friðar fyrr en allir gíslarnir eru komnir aftur til Ísraels. Talið er að fjörutíu og sjö séu enn í haldi Hamas, þar af um tuttugu séu enn á lífi. Hertrukkar Ísraelshers nærri landamærunum að Gaza 12. ágúst 2025.EPA / ABIR SULTAN