Trent ekki valinn í enska hópinn

Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold er ekki í enska landsliðshópnum sem landsliðsþjálfarinn Thomas Tuchel tilkynnti í dag. England mætir Andorra og Serbíu í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði.