Auðvelt er að rugla saman þurru hári og skemmdu. Tiltölulega auðvelt er að laga þurrt hár á skömmum tíma með raka og næringu en tíma tekur að byggja upp skemmt hár með markvissri umönnun. Við viljum öll hár sem glansar af heilbrigði en þegar hárið verður þurrt og ómeðfærilegt er auðvelt að grípa til rangra meðferða.