Hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall

Samninganefnd Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) fundaði í morgun og komst að einróma niðurstöðu um að hafna tilboði Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. Á sama tíma hófst undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall.