Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,15% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga hjaðnar úr 4,0% í 3,8%. Verðbólga mælist því enn á ný undir 4% vikmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, en verðbólgan hefur undanfarna mánuði flökt í kringum þau vikmörk.