Lauginni lokað þar sem þrepin eru of hál

Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Þegar unnið var að endurbótum í sumar voru öll þrep endursönduð. Þrátt fyrir það reynast þau of hál og því þarf að grípa til frekari aðgerða.