Svíar kalla rússneska sendiherrann á fund

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur kallað sendiherra Rússlands á fund til að mótmæla stöðugum árásum Rússa á úkraínskar borgir og almenna borgara. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra, segir á samfélagsmiðlinum X að Rússar sýni með gjörðum sínum að þeir hafi ekki áhuga á friði. „Ríkisstjórnin hvetur Rússa til að draga allt herlið sitt til baka af úkraínsku yfirráðasvæði.“ Skemmdir urðu á sendiskrifstofum Evrópusambandsins og bresku ræðismannsskrifstofunni í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, í loftárás Rússa í gær. 23 létust í árásinni. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Kanada á fundi í Helsinki í ágúst. Stenergard er lengst til hægri á myndinni.AP/Lehtikuva / Roni Rekomaa